Sunnudagur, 12. nóvember 2006
Takk fyrir frábæran dag..
Ég vildi bara þakka fyrir daginn í gær, þetta var frábær dagur og gaman að hitta alla aftur, fyndið að suma hefur maður ekki hitt i mörg ár en samt er bara eins og við höfum hist síðast í gær,, Frábært.
Það var frekar leiðinlegt að fleiri gátu ekki mætt, Þið misstuð að miklu
Endilega setja inn myndir ..
Hlakka strax til næsta hittings..
Er einhver sem býður sig fram í næstu nefnd??? Það eru komnir 2, stína og Jórunn, flott ef einhverjir 2 aðrir bjóða sig fram
Kveðja Hulda
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 12. nóvember 2006
Takk fyrir skemmtilegt kvöld!
Mikið var nú gaman að hitta ykkur aftur, sum ykkar held ég að ég hafi ekki séð síðan í gaggó...
Það væri frábært að fá sendar myndir úr partýinu eða hreinlega að setja þær inn á síðuna. Hver veit nema maður skanni inn nokkrar gamlar myndir og setji þær hér inn....
Ég óska sérstaklega eftir myndinni af Ragga með skeiðarnar á enninu
Bestu kveðjur
Ólína
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 11. nóvember 2006
Kæri árgangur 77
Árgangur 77
Hæ ég vildi bara kasta kveðju fyrir daginn, vona að þetta verði alveg magnað game hjá ykkur. Það verður vonandi stemmari, veit alla vegana að mattinn ætlar að mæta og gera garðinn frægan. Hann verður minn fulltrúi. En Það væri mjög gaman að fá myndir af ykkur, svo lika alltaf gaman að vita hvað þið eruð búinn að kúpla út mörgum börnum. En ég vona að þetta verði hrikalega gaman, veit að ef Jón Brynjar mætir þá klikkar þetta ekki.
Kær kveðja Óli Barðdal
p.s. Flott síða Bára!!!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 10. nóvember 2006
Á morgun verður það
Heil og sæl
Nú er komið að því hittingur á morgun, alt að gerast. Ég er að vísu ekki að sjá að margir af landsbyggðinni komist á þennann fögnuð. En það verður þá bara að vera næst.
En ég hlakka mikið til að sjá börnin ykkar hér inní á myndasíðunni. Kannski við barnlausu ættum að setja inn mynd af kettinum, hundinum eða áhugamálinu hér inn í sér möppu. Ætla að vinna í því að búa til albúm handa okkur sem viljum setja eitthvað annað.
Hlakka til að sjá ykkur á morgun, erum við ekki enn on??
Bless í bili.
P.S á ekki einhver flotta mynd af skólanum heima til þess að setja í staðinn fyrir hundinn eða eitthvað annað. Eða viljið þið kannski hafa kvutta þarna?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eldri færslur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar